- Advertisement -

Er Kári „alveg ruglaður“?

Ólína Kjerúlf Þorvarðarsdóttir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar ágætan pistil um Kastljós gærkvöldsins. Ritstjórn Miðjunnar kýs að gera orð Ólínu að sinum:

„Íslensk erfðagreining verðskuldar vissulega heila þökk fyrir framlag sitt til samfélagsins síðustu vikur og sannarlega hefði átt að þakka fyrirtækinu sem verðugt var þegar verið var að útdeila blómvöndum og þökkum á blaðamannafundi um daginn. Ég skil vel að Kára Stefánssyni skyldi sárna – að hann skyldi fyrtast fyrir eigin hönd og samstarfsfólksins. Ég furða mig líka á því að heilbrigðisráðherra skuli gera ráð fyrir þátttöku ÍE í fyrirhuguðum skimunaraðgerðum, og tjá sig um það opinberlega, án þess að samtalið hafi átt sér stað við fyrirtækið. Það er með ólíkindum.

Einar Þorsteinsson hefði getað staðið sig betur þó að hann ætti góða spretti. Hann mátti sleppa þeirri yfirlýsingu að Kári væri „alveg ruglaður“ – slík ummæli eru ekki fagleg framkoma við viðmælanda, jafnvel þó að spyrlinum hafi fundist hann barnalegur (það fannst áreiðanlega fleirum). Við vissum samt öll sem horfðum að Kári hafði allnokkuð til síns máls, og ég fann til minnkunar yfir því að ÍE skuli hvorki hafa fengið formlegar þakkir né heldur verið haft með í ráðum varðandi framhaldið.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, það sannast hér. Framkoma við fólk og virðing fyrir verkum þess skiptir máli hvort sem er í persónulegum eða opinberum samskiptum. Að vera læs á tilfinningar og hugarþel getur sparað bæði sársauka og fjármuni þegar svo ber undir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: