- Advertisement -

Er mansalsumræðan kannski bara stormur í vatnsglasi?

Getur verið að umræða um mansal sé byggð á pólitískri hugmyndafræði?

Brynjar Níelsson skrifar frá Alþingi:

„Varaþingmaður fullyrti í fyrirspurn til dómsmálaráðherra að hér á landi væri grasserandi mansal í hverju horni og spurði hvað ráðherrann ætlaði að gera í málinu. Þótt fulltrúar launþega og femínistahreyfinga trúi því að erlendir verkamenn og kynlífsseljendur séu meira og minna þolendur mansals er það ekki endilega raunin. Og það verður heldur ekki að staðreynd þótt slíkar fullyrðingar komi fram í fjölmiðlum.

Flest þessi mansalsmál, ef ekki öll, sem hafa verið til umræðu í fjölmiðlum ýmist koma ekki til rannsóknar lögreglu eða eru felld niður eftir rannsókn. Ég vil benda varaþingmanninum á að mansal er bara eins og önnur hegningarlagabrot og rannsakað af lögreglu og ákært ef brot er talið sannað. Gæti verið að þessi mansalsumræða sé bara stormur í vatnsglasi og hluti af pólitískri hugmyndafræði að halda henni sem mest á lofti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: