- Advertisement -

Er miðlunartillagan út í hött?

Jóhann Páll Jóhannsson:

Þetta er afstaða mín algerlega óháð spurningunni um hvort aðgerðin, undirbúningur hennar og málsmeðferð hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög eða ekki.

Þegar ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu felur það í sér takmörkun á verkfallsrétti og samningsrétti stéttarfélaga. Slík aðgerð þarf ekki aðeins að byggja á lögum heldur verður hún líka að helgast af „nauðsyn í lýðræðisþjóðfélagi“, svo sem vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til að firra glundroða eða glæpum eða til verndar heilsu eða siðgæði manna, réttindum eða frelsi.

Þetta eru ekki mín orð heldur afstaða Félagsdóms!

Afstaðan kemur mjög skýrt fram í niðurstöðukafla dómsins í máli SA og Eflingar og styður við þá hörðu gagnrýni sem öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa sett fram undanfarnar vikur.

Ég hef raunar ekki orðið var við að neinn, hvorki embættið sjálft né t.d. ráðherra vinnumarkaðsmála, reyni að rökstyðja eða réttlæta inngrip ríkissáttasemjara út frá sjónarmiðum um nauðsyn í lýðræðisþjóðfélagi, þjóðaröryggi eða allsherjarreglu.

„Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði.“

Þetta er afstaða mín algerlega óháð spurningunni um hvort aðgerðin, undirbúningur hennar og málsmeðferð hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög eða ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: