- Advertisement -

Er Mogginn vandaður fjölmiðill?

„Þess vegna eru rit­stýrðir og vandaðir hefðbundn­ir fjöl­miðlar svo mik­il­væg­ir.“

Davíð varar við samfélagsmiðlum í leiðara dagsins. Segir þá geta blekkt fólk með birtingu á röngum skrifum.

„Þetta eru ný fyr­ir­bæri sem hafa breiðst hratt út og hömlu­laust. Og hætt­an fyr­ir lýðræðið er ekki helst fólg­in í því að per­sónu­upp­lýs­ing­ar séu mis­notaðar, þó að það sé út af fyr­ir sig al­var­legt. Hætt­an fyr­ir lýðræðið sem fylg­ir þess­um nýju miðlum er ekki síst sú að þeir sem sækja megnið af upp­lýs­ing­um sín­um í þessa miðla fá afar skakka mynd af því sem um er að vera í þjóðfé­lag­inu,“ skrifar hann.

Og svo: „Þess vegna eru rit­stýrðir og vandaðir hefðbundn­ir fjöl­miðlar svo mik­il­væg­ir. Þeir eru eina vörn sam­fé­lags­ins gegn þeirri skökku heims­mynd sem ella blas­ir við.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er nokkuð til í þessu, en þar sem Davíð er maður vel yfir meðalgreind er víst að innst inni veit hann að þetta á ekki við Moggann, eða hvað?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: