- Advertisement -

Er níð gagnvart drengjum alvarlegra, en gagnvart stúlkum?

Er líf stúlkna minna metið hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en líf drengja?

Marinó G. Njálsson skrifar:

Eru íslensk lög virkilega svo takmörkuð, að eingöngu fórnarlamb barnaníðings getur kært hann? Er það líka svo, að níð gagnvart drengjum er alvarlegra, en gagnvart stúlkum?

Þorsteinn Halldórsson var skólabróðir minn í MR. Við erum jafnaldrar, en hann var aldrei með mér í bekk. Hann var ekki allra að umgangast og því urðu samskipti okkar aldrei mikil. Þrátt fyrir það varð það áfall og ákaflega sárt að frétta hvaða mann hann hefur að geyma, að hann væri að níðast á ungum drengjum. Miðað við það sem komið hefur fram, þá á hann skilið alla þá refsingu sem hann hefur fengið og mun fá í framtíðinni.

Hann misnotaði hugsanleg hundruð ungra stúlkna á nákvæmlega sama hátt og Þorsteinn misnotaði unga drengi.

Mál hans hefur fengið mikla athygli, sem er besta mál. Í grein í Fréttablaðinu/visir.is þá lýsa foreldrar drengs því, að þeim hafi verið ómögulegt að stöðva Þorstein í að misnota son þeirra. Þau hafi ekki getað kært, vegna þess að sonur þeirra var orðinn 15 ára. Hvers konar rugl er það, að hver sem er geti ekki kært hugsanlegt barnaníð til lögreglu? Sérstaklega þegar er um foreldra eða nána aðstandendur þess sem fyrir níðinu verður eða þess vegna aðstandendur níðingsins?

Annað sem slær mig líka, að maður sem einu sinn gekk undir nafninu Róbert Árni Hreiðarsson viðhafði nákvæmlega sömu framkomu gagnvart hundruð ungra kvenna. Já, hann misnotaði hugsanleg hundruð ungra stúlkna á nákvæmlega sama hátt og Þorsteinn misnotaði unga drengi. Það sem meira var, að stúlkurnar voru svo margar að hann var með minnisbók með 335 kvenmannsnöfnum, þar sem hann hélt utan um samskipti sín við þær (a.m.k. samkvæmt því sem hefur komð fram í frétt á RÚV). Hann fékk 3 ára óskilorðisbundin fangelsisdóm fyrir brot gegn fjórum stúlkum og sekt vegna hinnar fimmtu. SEKT! Refsing Róberts var hvergi nærri eins mikil (þ.e. lengd í árum) og Þorsteinn var dæmdur fyrir vegna eins drengs. Er það svo, að líf stúlkna er minna metið hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum, en líf drengja? Samkvæmt fjölmiðlum rannsakaði lögreglan heldur ekki hvort aðrar stúlkur, en þær sem kærðu, vildu kæra. Voru hinar 330 líka fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar? Hvers vegna var það ekki skoðað?

Er það bara allt í lagi, að karlar í fínum fötum geti misnotað ungmenni kynferðislega, vegna þess að þau eru í fíkniefnaneyslu? Djöfull er þetta sjúkt!

Þriðja atriðið sem slær mig, er hve erfitt virðist vera að fá lögreglu til að skerast í leikinn. Hvernig stendur á því, að ómögulegt er að stoppa þessa níðinga, þó vitað sé fullkomlega hvað er í gangi? Er það vegna þess að þetta voru snyrtilega klæddir karlar? Höfum í huga, að þessi níðingar þeir viðhalda neyð þessa unga fólks sem því að láta þeim í té eiturlyf, peninga til að kaupa efnin eða greiða fíkniefnaskuldir. Þeir koma með þessu í veg fyrir að ungmennin leiti sér aðstoðar til að komast út úr heimi fíkniefnanna. Hvers vegna er ekki meira gert til að stöðva peningamennina, sem kaupa sér það sem þeir sjá sem kynlífsþjónustu ungmenna af báðum kynjum, en er ekkert annað en kynferðisleg misnotkun og barnaníð þegar kemur að yngsta aldurshópnum? Er þessi kynferðislega misnotkun og barnaníð svo heit kartafla, að ekki er neinn sem vill af taka af skarið? Er það bara allt í lagi, að karlar í fínum fötum geti misnotað ungmenni kynferðislega, vegna þess að þau eru í fíkniefnaneyslu? Djöfull er þetta sjúkt!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: