- Advertisement -

Er ríkisstjórnin ill eða er hún bara vond?

Ég skora á Katrínu að stíga fram og verja þá sem verst standa án taf­ar.

„Í mörg ár hef­ur ör­orku­líf­eyr­ir verið á pari við at­vinnu­leys­is­bæt­ur en frá og með 1. janú­ar sl. mun­ar rúm­um 32 þúsund kr. á mánaðargreiðslum. Við hjá Öryrkja­banda­lag­inu höf­um þrá­spurt stjórn­völd hverju þetta sæt­ir en fáum eng­in skýr svör og menn yppta öxl­um og segja að þetta hafi bara gerst, eins og stjórn­völd hafi ekki komið ná­lægt breyt­ing­un­um.“

Þetta skrifar varaformaður Öryrkjabandalsins, Halldór Sævar Guðbergsson.

Er nema von að öryrkjum sé ekki skemmt undir þeirri ógnarstjórn sem nú situr að völdum. Halldór Sævar biður ríkisstjórnina um að sýna öryrkjum sann­girni og virðingu. Fjármálaráðherra og nokkrir þingmenn hafa lagst svo segja ranglega að öryrkjar hafi hafnað afnámi krónu á móti krónuskerðingunni. Sem er ámóta og að drukknandi maður myndi hafna björgunarhring.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aftur yfir til Halldórs Sævars:

„Stjórn­völd geta ekki kennt for­svars­mönn­um Öryrkja­banda­lags­ins um þá kjaragliðnun sem líf­eyr­isþegar hafa þurft að taka á sig síðastliðinn ára­tug. Stjórn­mála­menn og -kon­ur bera alla ábyrgð á slæm­um kjör­um ör­yrkja og það er löngu orðið tíma­bært að losa fatlað og veikt fólk út úr fá­tækt­ar­gildr­um t.d. með því að losa okk­ur und­an krónu-á-móti-krónu-skerðingunni.

Svona skerðing­ar þekkj­ast ekki í ná­granna­lönd­um okk­ar og all­ir stjórn­mála­flokk­ar á Alþingi hafa sagt að það eigi að af­nema þetta órétt­læti strax en ekk­ert ger­ist. Nýj­asta út­spil rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að hækka at­vinnu­leys­is­bæt­ur um rúm­ar 42 þúsund kr. og skilja aldraða og ör­yrkja eft­ir með ein­ung­is 3,6% hækk­un sem étin verður upp í verðbólgu.

Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er úti á túni við að draga úr fá­tækt því fá­tækt hef­ur þvert á móti auk­ist í ís­lensku sam­fé­lagi. Ég skora á Katrínu að stíga fram og verja þá sem verst standa án taf­ar. Fyrst er að viður­kenna vand­ann og síðan að bregðast við hon­um með ábyrg­um hætti.“

Eftir orð varaformanns Öryrkjabandalagsins sitja eftir tvær spurningar; er ríkisstjórnin vond eða er hún ill?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: