- Advertisement -

Er SJS blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar?

Þórhildur Sunna um forseta þingsins:
„Ég velti fyrir mér hver tilgangurinn sé með fundum forseta við þingflokksformenn ef það stenst svo ekki sem forseti segir þingflokksformönnum og hann lætur þá ekki vita af breyttum fyrirætlunum.“

„Ég verð að segja, milt sagt, að það kom mér nokkuð á óvart í nótt þegar ég las dagskrá þingsins að sjá að henni hafði verið breytt og að orkupakkinn væri ekki fyrstur á dagskrá. Þetta er í rauninni þvert á það sem þingflokksformenn sögðu mér að þeir hefðu rætt um,“ sagði Logi Einarsson.

Ég geri mér grein fyrir að forseti hefur dagskrárvald hér en mér hefði þótt eðlilegast að kynna þetta þingflokksformönnum og jafnvel bara stoppa fund núna og ræða við þá. Forseti talaði í viðtali við Morgunblaðið í gær um að þingið sé búið að vera óvenjuvinnusamt, að ekki liggi fyrir samkomulag og það verði margir fundir og langir og langt fram eftir sumri. Það er í sjálfu sér allt í lagi. Hæstvirtur forseti hefði nú kannski mátt minnast á það að samkvæmt upphaflegri starfsáætlun ætti þingi að ljúka í dag og enn er ekki komin fram starfsáætlun þingsins. Hæstvirtur forseti verður að starfa öðruvísi en bara sem blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar.“

Það er ósætti á Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir: „Ég velti fyrir mér hver tilgangurinn sé með fundum forseta við þingflokksformenn ef það stenst svo ekki sem forseti segir þingflokksformönnum og hann lætur þá ekki vita af breyttum fyrirætlunum. Mér finnst mjög erfitt að átta mig á því hvort það sé hægt að reiða sig á það sem forseti segir þingflokksformönnum, ef hann segir eitt einn daginn, skiptir algjörlega um kúrs, kúvendir og lætur engan vita af því. Hvernig eigum við að taka mark á því sem við okkur er sagt, að það standist? Hvers vegna vorum við ekki látin vita af þessu?“

Og svo forsetinn, Steingrímur J. Sigfússon.

Varla getur það verið markmið nokkurs manns að senda þau skilaboð frá Alþingi Íslendinga að það sé óstarfhæft.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: