- Advertisement -

Er spillingin þar, Bjarni?

Fyrirhugað var að vinna úr þessari grein Helgu Völu Helgadóttur, sem birtist í Mogganum í dag, en það er bara ekki hægt. Miðjan birtir hana því alla.

Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég hlustaði á Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, tjá sig í fyrsta sinn um upp­ljóstrun Wiki­leaks, Kveiks og Stund­ar­inn­ar á meintu fram­ferði út­gerðarris­ans Sam­herja í Afr­íku­rík­inu Namib­íu.

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hafði þetta að segja: „Það er nú kannski líka það sem er slá­andi og svo sem lengi vitað að spill­ing­in í þess­um lönd­um – auðvitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virðist vera ein­hvers kon­ar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“

Með öðrum orðum er fjár­málaráðherra að segja að mögu­legt mútu­brot, pen­ingaþvætti, skatta­laga­brot og fleira sem fyr­ir­svars­menn Sam­herja eru nú grunaðir um að hafa ástundað í einu fá­tæk­asta ríki heims, megi rekja til spillts stjórn­kerf­is þar í landi. Að þetta sé, svo vísað sé til orða ráðherr­ans, ekki á nokk­urn hátt afrakst­ur þeirr­ar sjáv­ar­út­vegs­stefnu sem rek­in hef­ur verið hér á landi, aðallega í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ekki held­ur vegna þess hvernig stór­út­gerðinni hef­ur verið gert kleift að sölsa und­ir sig all­ar fisk­veiðiheim­ild­ir lands­ins árum sam­an, held­ur af því að stjórn­mála­menn suður í Afr­íku séu bara svona spillt­ir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skoðum þetta aðeins. Miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem lesa má í Stund­inni og komu fram í Kveik fór Sam­herji í vík­ing suður til Afr­íku­rík­is­ins Namib­íu, beint í kjöl­far þess að Íslend­ing­ar höfðu veitt þessu sama ríki þró­un­araðstoð um ára­bil. Íslensk stjórn­völd aðstoðuðu þessa fá­tæku þjóð við að byggja upp fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi, kenndu henni hvernig best væri að nýta þessa auðlind namib­ísku þjóðar­inn­ar svo hún sjálf gæti í fram­hald­inu, án ut­anaðkom­andi aðstoðar vest­rænna ríkja, bet­ur séð sér far­borða. Þetta verk stunduðu ís­lensk­ir fræðimenn og aðrir um nokk­urra ára skeið en héldu svo á aðrar slóðir við þró­un­ar­sam­vinnu.

Þá kom Sam­herji.

Frá þeim tíma virðist, ef marka má upp­ljóstr­un­ina, sem þetta stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki Íslands hafi með pen­ing­um, sem fyr­ir­tækið öðlast fyr­ir að veiða sam­eig­in­leg­ar auðlind­ir Íslend­inga, fengið namib­íska stjórn­mála­menn en ekki þarlenda eig­end­ur sjáv­ar­auðlind­ar við Namib­íu til að af­henda sér á silf­urfati veiðiheim­ild­ir í namib­ískri lög­sögu. Hið ramm­ís­lenska fyr­ir­tæki ber að mati fjár­málaráðherra enga ábyrgð á því að koma svona fram við eitt fá­tæk­asta ríki ver­ald­ar. Hið ramm­ís­lenska stjórn­kerfi sem leyf­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um að sækja sjáv­ar­auðlind­ir ís­lensks al­menn­ings í kring­um Ísland á óeðli­lega lágu verði ber held­ur enga ábyrgð. Það skulu vera stjórn­mála­menn í Afr­íku­rík­inu Namib­íu sem skella á skuld­inni á. Þar er spill­ing­in, að mati fjár­málaráðherra.

Má ætla að fjár­málaráðherra þurfi á smá sjálfs­skoðun að halda? 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: