- Advertisement -

„Er þetta lýðræði?“

„Ríkisstjórnin hyggst draga þróttinn úr landsbyggðunum, m.a. með því að skattleggja fiskveiðar upp úr öllu valdi.“

Njáll Trausti Friðbertsson.

„Ríkisstjórnin hyggst draga þróttinn úr landsbyggðunum, m.a. með því að skattleggja fiskveiðar upp úr öllu valdi og með því að setja í uppnám afkomu þeirra bæja sem reiða sig að verulegu leyti á útgerð og fiskvinnslu.“

Njáll Trausti Friðbertsson.

„Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur talað. Nú skal sótt að landsbyggðunum; landsbyggðarskattar hér, landsbyggðarskatta þar, landsbyggðarskattar alls staðar. Að reka sveitarfélag er nefnilega enginn hægðarleikur. Áskoranir eru miklar, verkefnin fjölmörg og sveitarstjórnarfulltrúar víða um land eru á nálum við að ná endum saman fyrir sitt fólk og sitt svæði. Þetta fólk stendur nú margt frammi fyrir kvíðvænlegri framtíð. Það sem áður var erfitt verkefni hefur sums staðar orðið nær ómögulegt,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson í þingræðu.

„Þetta eru byggðir þar sem sjávarútvegur er undirstaða samfélagsins.“

„Ríkisstjórnin hyggst draga þróttinn úr landsbyggðunum, m.a. með því að skattleggja fiskveiðar upp úr öllu valdi og með því að setja í uppnám afkomu þeirra bæja sem reiða sig að verulegu leyti á útgerð og fiskvinnslu. Þetta eru byggðir þar sem sjávarútvegur er undirstaða samfélagsins,“ sagði Njáll Trausti og hél áfram:

„Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land hafa kallað eftir skýrari svörum frá ríkisstjórninni sem þegir þunnu hljóði. Fólk af landsbyggðinni sem byggir lífsafkomu sína á sjávarútvegi fékk aðeins örfáa daga til að veita umsögn um þessar yfirvofandi álögur. En engar upplýsingar eru til að vinna úr, engin gögn, engin greining, engin viðleitni til samráðs. Það kemur því miður ekki á óvart að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi sagt beinum orðum í útvarpsviðtali  að umsagnir sveitarfélaganna skiptu engu máli. Nei, sagði hann. Svo mörg voru þau orð. Það eru skýrustu svör sem sveitarfélögin hafa fengið hingað til. Það sem fólkið í byggðum landsins hefur að segja um afkomu sína og framtíð samfélags síns skiptir þessa ríkisstjórn nákvæmlega engu máli. Er þetta lýðræði? Er það lýðræði þegar sveitarfélög fá ekki einu sinni að hafa rödd þegar lífsafkoma þeirra er í húfi? Vestfjarðaskattur, Eyjaskattur; skattleggjum Snæfellsnesið, Norðurlandið, Austfirðina — skattleggjum allt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: