- Advertisement -

Eru bæði Viðreisn og Miðflokkur klofningur úr Sjálfstæðisflokki?

En af hverju nefni ég Miðflokk­inn…

Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður, skrifar langa grein í Moggann í dag. „Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu?“ Hann veltir fyrir sér stöðu flokksins í dag og leitar skýringa. Hann nefnir nokkrar. Hér staldrað við í kaflanum um klofninga.

„Fyrst er auðvitað til að taka að flokk­ur­inn hef­ur klofnað; ekki bara einu sinni held­ur í raun tvisvar á síðustu fimm árum. Beint út úr Sjálf­stæðis­flokkn­um klofnaði Viðreisn sem bauð fyrst fram 2016 – fékk 11% fylgi og 7 þing­menn. Miðflokk­ur­inn bauð svo fram 2017 og fékk þá ná­kvæm­lega sama fylgi og Viðreisn árið áður – 11% og 7 þing­menn,“ skrifar Páll. Og áfram:

„En af hverju nefni ég Miðflokk­inn hér – klofnaði hann ekki út úr Fram­sókn­ar­flokkn­um? Jú, en bara að nafn­inu til. Fram­sókn tapaði engu fylgi og eng­um þing­manni með til­komu Miðflokks­ins. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tapaði hins veg­ar 5 þing­mönn­um þegar Miðflokk­ur­inn bauð fyrst fram. Nú er sam­hengið auðvitað ekki svo ein­falt að Miðflokk­ur­inn hafi fengið allt sitt fylgi frá Sjálf­stæðis­flokkn­um – aðrar hreyf­ing­ar og til­færsl­ur á milli flokka eru auðvitað í gangi líka. En þetta er engu að síður „nettó“ niðurstaðan: Fram­sókn tapaði eng­um þing­manni til Miðflokks­ins en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fimm.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með tals­verðri ein­föld­un…

Fyr­ir utan fylg­istapið sem varð raun­in við þenn­an klofn­ing má segja að í kjöl­farið hafi fylgt ákveðin póli­tísk sjálf­helda. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er því miður ekki leng­ur hin stóra breiðfylk­ing borg­ara­legra afla á Íslandi. Hann rúm­ar ekki leng­ur allt borg­ar­lega sviðið frá frjáls­lyndi til íhalds­semi eins og hann hef­ur gert all­ar göt­ur frá stofn­un 1929, ein­mitt á grunni tveggja flokka – Frjáls­lynda flokks­ins og Íhalds­flokks­ins.

Með tals­verðri ein­föld­un má segja að með þess­um klofn­ingi hafi brotnað af báðum end­um Sjálf­stæðis­flokks­ins; „frjáls­lynd­is­meg­in“ með Viðreisn og „íhalds­meg­in“ með Miðflokkn­um. Þarna á milli vand­ræðast flokk­ur­inn núna og veit varla í hvorn fót­inn hann á að stíga. Hrædd­ur um að ef stigið er í íhaldsátt­átt þá tap­ist enn meira fylgi frjáls­lynd­is­meg­in – og öf­ugt,“ segir í þessum kafla söguskýringa Páls Magnússonar. Og margt er eftir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: