- Advertisement -

Eru þetta gjöld eða eru þetta skattar?

„…þá er þetta vissulega skattahækkun, skattahækkun sem boðuð er undir yfirskini einhvers konar leiðréttingar og annars orðagjálfurs.“

Hildur Sverrisdóttir.

„Fyrir þremur mánuðum fullyrti hæstvirtur formaður Viðreisnar með afgerandi hætti að ekki yrði ráðist í neinar skattahækkanir. Fullkominn viðsnúningur á þeim orðum var svo strax í fyrradag þegar fyrstu skrefin í átt að skattahækkunum voru kynnt með tvöföldun veiðigjalda þótt sumir stjórnarliðar hafi staðið í þeirri trú að ekki hafi verið um skattahækkun að ræða. Svo er reyndar, frú forseti. Líkt og segir berum orðum í frumvarpinu sjálfu, ef stjórnarliðar vilja glöggva sig á hvað þar stendur, þá er þetta vissulega skattahækkun, skattahækkun sem boðuð er undir yfirskini einhvers konar leiðréttingar og annars orðagjálfurs.“

Það var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir, sem talaði. Næst sagði Hildur:

„Á kynningu hæstvirts atvinnuvegaráðherra og hæstvirts fjármálaráðherra voru þau orð látin falla að ríkissjóður hefði orðið af tekjum á síðustu árum og það sé hér með leiðrétt. Orðið af tekjum, frú forseti, eins og svínað hafi verið á ríkissjóði með einhverjum hætti. Liggur beinast við að spyrja hæstvirtan ráðherra Viðreisnar hvort hann telji að ríkið hafi orðið af tekjum á öðrum sviðum vegna annarra meintra vanstilltra skatta og gjalda. Mega landsmenn vænta annarra meintra skattaleiðréttinga frá ríkisstjórninni sem í hugarheimi stjórnarliða eru óréttlátar í dag. Hver er mælikvarðinn á réttláta skattheimtu? Ætlar ríkisstjórnin að gefa leiðarvísi þar um, handbók jafnvel?“

Hildur hékk lengur á roðinu:

„Hæstvirtur fjármálaráðherra hyggst þess utan byggja skattheimtu á Íslandi á aðstæðum í öðru landi, aðstæðum sem eru með öllu ósambærilegar því sem gerist hér á landi. Ég spyr hæstv. ráðherra: Stenst það nánari skoðun? Er það sanngjarnt? Hvers vegna eru í tekjuöflunarskyni þá álagður fasteignaskattar á Íslandi ekki alveg eins ákvarðaðir út frá fasteignaverði í Ósló?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: