- Advertisement -

Erum í átökum og vantrausti

Kvenfrelsisbaráttan hefur nú staðið í nær tvær aldir.

„Ef misskiptingu er viðhaldið milli karla og kvenna og á milli stétta brýst það fyrr eða síðar út í átökum á vinnumarkaði og vantrausti á stjórnvöldum. Þar erum við í dag. Til að halda friði á vinnumarkaði er nauðsynlegt að vinna að auknum jöfnuði og jafnrétti.“

Þetta er meðal þess sem má lesa í helgarpistli forseta Alþýðusambandsins, Drífu Snædal.

„Kvenfrelsisbaráttan hefur nú staðið í nær tvær aldir. Hún hefur risið og hnigið í gegnum tíðina en aldrei lognast út af. Neistinn hefur lifað jafnvel í dýpstu lægðum og þannig hefur okkur miðað fram veginn. En betur má ef duga skal. Margt hefur áunnist og það er ágætt að rifja það upp að rauðsokkurnar börðust fyrir leikskólum handa öllum börnum, frjálsum fóstureyðingum og að kvennastörf væru metin til jafns við karlastörf. Síðar kom baráttan fyrir friðhelgi, þ.e. gegn kynbundnu ofbeldi.

Árangurinn felst í lagabreytingum, þrýstingi á kerfið að taka mark á konum, réttinum til að ráða yfir eigin líkama og vera metnar að verðleikum. Þegar kerfið tekur ekki mark á konum sem segja frá ofbeldi þá segja þær frá á öðrum vettvangi, jafnvel áratugum síðar. Ef réttur kvenna til þungunarrofs er takmarkaður leita konur annarra leiða eða lifa lífi sem þær ætluðu sér aldrei. Samfélagið verður að hlusta og taka þátt í jafnréttisbaráttunni, annað bíður hættunni heim.“

Hér má lesa alla grein Drífu.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: