- Advertisement -

Eyþór flæktur í Samherjanetinu

Eyþór Arnalds virðist ekki eiga sér viðreisnar von. Tengsl hans við Samherja og „lánveitingar“ fyrirtækisins til hans eru þess eðlis. Og allt vegna eignarhlutar í Mogganum. Einni mestu peningabrennslu samtímans.

Við lestur stundarinnar eru „viðskipti“ Eyþórs og Samherjar sýndar í skýrri mynd. Hér er dæmi af umfjöllun Stundarinnar þar sem núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er í forgrunni.

„Á meðan Eyþór, eða félag hans, heldur á hlutabréfunum er hann hins vegar fjármagnaður óbeint af félagi sem hefur fengið lán frá félaganeti Samherja sem á endanum er fjármagnað af Kýpurfélagi Samherja sem er miðstöð mútugreiðslna Samherja á heimsvísu, meðal annars í Namibíu. Þar af leiðandi er endanlegur lánveitandi Eyþórs Arnalds og félags hans, Kýpurfélagið Esja Seafood, sama félag og greiddi hálfan milljarð í mútur til félags í Dubai.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Út frá þessu sést einnig hvernig Seðlabanki Íslands hefur verið notaður til að koma fjármagni, peningum sem verða til með í það minnsta vafasömum hætti erlendis, og til dæmis mútum og sem fluttir eru í gegnum skattaskjól eins og Máritíus, inn í íslenska fjármálakerfið í gegnum æðstu stofnun peningamála á Íslandi. Seðlabanki Íslands hefur því sannarlega líka verið notaður í peningaflutninga Samherja á heimsvísu, peningaflutninga sem fela í sér mútugreiðslur og notkun á skattaskjólum eins og Marshall-eyjum og Máritíus.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: