- Advertisement -

Færeyingar borga 30 sinnum meira fyrir kvótann

Færeyskar útgerðir borga 30 sinnum meira fyrir kvótann.

„Hvað er að frétta af útboði Færeyinga á fiskveiðiheimildum? Hvað er að frétta af útboði Færeyinga á kvótanum? Ég get sagt ykkur fréttir af útboði Færeyinga á makrílkvóta. Nýjasta útboð þeirra á makríl fór fram 29. apríl sl. Veiðileyfi til eins árs, þriggja ára og átta ára voru boðin út og gjaldið, sem rennur í sameiginlegan sjóð færeysku þjóðarinnar eftir útboðið, er að meðaltali 6,6 kr. færeyskar sem eru um 113 kr. íslenskar.“

Þetta eru orð Oddnýjar Harðardóttur Samfylkingu á þingi fyrr í dag.

„Kíló af makríl fór á 113 kr. með síðasta útboði Færeyinga. Hvað renna margar krónur í ríkissjóð okkar fyrir kílóið af makríl? Stjórnarflokkarnir samþykktu í haust að gjaldið yrði ár 3 kr. og 55 aurar. Það er meira en 30 sinnum lægra en í Færeyjum. Munurinn á útboði Færeyinga á makríl á fjarlægum miðum og veiðigjaldið hér á landi er 3.080%. Íslenska veiðigjaldið er 3,14% af því færeyska, en það vill svo til, forseti, að það hlutfall er nánast jafnt tölunni pí.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oddný bætti við: „Þann mun þarf að skýra og ég skora á háttvirta þingmenn, sem sitja í atvinnuveganefnd og vinna með makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar, að krefjast skýringa. Ef rétt er á málum haldið leiðréttir tilboðsleiðin óréttlæti hér á landi sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar rennur í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða bera kostnaðinn. Það fer fram útboð á aflaheimildum á Íslandi. Því er bara ekki stýrt af opinberum aðilum og ávinningurinn rennur ekki í ríkissjóð heldur í vasa útgerðarmanna sem leigja frá sér kvóta sem ríkið hefur úthlutað þeim á margföldu veiðigjaldi.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: