- Advertisement -

„Fákeppni er lögmál kapítalismans“

„Samtök fákeppnisfyrirtækja vinna því gegn því sem kallað er frjáls samkeppni. Þau þrýsta á stjórnvöld til að gera innkomu fyrirtækja á markaði sem erfiðasta.“

Gunnar Smári.

„Fákeppni er lögmál kapítalismans. Þegar þú skilur fyrirtæki eftir á markaði án eftirlits eða takmarkana þá leiðir það til þess að stærri fyrirtækin kaupa burt samkeppni frá hinum smærri þar til að eftir sitja tvö eða fleiri fyrirtæki sem drottna yfir markaðnum. Þau gætu viljað kaupa upp hvort annað og þar með mögulega samkeppni og ráðið verðinu einhliða. En þau þurfa þess ekki vegna þess að fyrirtæki eru fljót að aðlagast fákeppninni. Ef þrjú fyrirtæki skipta með sér markaði og verðleggja öll vöru sína og þjónustu á miklu yfirverði hefur ekkert þeirra hag af því að leggja út í verðsamkeppni. Þótt fyrirtæki geti þannig aukið markaðshlutdeild sína þá leiðir verðlækkunin til þess að það fær minni arð af stærri hlutdeild. Þess vegna sofnar samkeppnin á fákeppnismarkaði. Fyrirtækin sammælast um að draga hámarks fé upp úr samfélaginu, af einstaklingum og öðrum fyrirtækjum, en láta hvort annað í friði. Það þarf ekki að funda um þetta í Öskjuhlíð. Þetta gerist nánast sjálfkrafa vegna þess að fákeppnin liggur í eðli kapítalismans,“ hér eru tveir valdir kaflar úr þessari grein Gunnars Smára á Samstöðin.is.

„Sameiginlegir hagsmunir fyrirtækja á fákeppnismarkaði eru síðan að koma í veg fyrir samkeppni frá nýjum fyrirtækjum. Samtök fyrirtækja eru því ætíð tilbúin að taka á sig ýmsar kvaðir ef þær draga úr líkum á að ný fyrirtæki verði til. Samtök fákeppnisfyrirtækja vinna því gegn því sem kallað er frjáls samkeppni. Þau þrýsta á stjórnvöld til að gera innkomu fyrirtækja á markaði sem erfiðasta. Það er því ekki ríkið í sjálfu sér sem þvælist fyrir litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja hefja rekstur, heldur er það ríki sem þjónar fákeppnisfyrirtækjunum sem hegðar sér með þessum hætti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: