- Advertisement -

Fátækir fái útsvarið endurgreitt

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki leggur til að tekjulægstu borgarbúarnir fái útsvarið, sem þeir greiða til borgarinnar, endurgreitt.

„Miðað skal við að þeir sem eru einungis með mánaðartekjur upp á 300.000 krónur eða minna fyrir skatt fái útsvarið að fullu endurgreitt. Endurgreiðslan skal skerðast með auknum tekjum með það að markmiði að tryggja að sem fæstir séu með lægri ráðstöfunartekjur en 300.000 krónur á mánuði. Miðað er við að endurgreiðsla útsvars falli niður þegar því takmarki er náð. Hér er þó rétt að nefna að mánaðartekjur margra ná ekki 300.000 þúsund krónum og þar er miðað við fulla endurgreiðslu útsvars. Þar má nefna einstaklinga sem eru á fjárhagsaðstoð til framfærslu, eftirlaunafólk með lágar tekjur, eldri borgara og öryrkja með lítinn sem engan lífeyrissjóðsrétt og lífeyrisþega með skertar greiðslur frá almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Allt eru þetta dæmi um borgarbúa sem greiða skatt til Reykjavíkurborgar og lifa við knöpp kjör og er þessi tillaga lögð fram til að bæta fjárhagsstöðu þeirra sem hafa lægstu tekjurnar. Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verið falið að útfæra efni tillögunnar og koma henni í framkvæmd. Þá er einnig lagt til að endurgreiðsluviðmið þróist í takt við upphæðir lægstu launa og tekna.“

Borgarfulltrúar annarra flokka samþykktu að fresta afgreiðslu þessa máls.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: