- Advertisement -

Félag eldri borgara útibú í Sjálfstæðisflokki?

Ingibjörg Sverrisdóttir var kosin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir einu ári á fjölmennum fundi á Hótel Sögu. Í fyrsta skiptið í sögu félagsins beitti Sjálfstæðisflokkurinn sér í þessum kosningum með dyggri aðstoð Morgunblaðsins. Á fundinn var smalað flokksfólki úr Sjálfstæðisflokknum sem mér vitanlega hefur ekki starfað innan Félags eldri borgara ī Reykjavík,“ skrifar Hrafn Magnússon.

„Nú hefur formaðurinn ákveðið að taka þátt í forvali Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar og vill fá öruggt þingsæti. Í nýbirtri grein hennar í Morgunblaðinu gagnrýnir hún harkalega heilbrigðisráðherra, sem er þó sá ráðherra sem gert hefur hvað mest fyrir eldri borgara. Innan Félags eldri borgara í Reykjavík er fólk með margvíslegar skoðanir í stjórnmálum og þannig á það að vera. Eldri borgarar kæra sig hins vegar ekki um að formaðurinn vilji gera FEB að útibúi í Sjálfstæðisflokknum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: