- Advertisement -

SDG Ferðaþjónustan, eins og 2016

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið mjög hraður – jafnvel of hraður.

Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar:

Nú er mikið talað um samdrátt í ferðaþjónustu og fækkun erlendra ferðamanna. En þegar tölur eru rýndar þá kemur í ljós að fjöldi erlendra ferðamanna í maímánuði 2019 er svipaður og í sama mánuði 2016. Það eru hins vegar árin 2017/2018 sem skera sig úr og eru í raun afbrigðileg hvað fjöldann varðar. Við erum t.d. að fá helmingi fleiri gesti í maí 2019 en við fengum í maí 2014 og þá vorum við nokkuð ánægð með stöðuna.

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið mjög hraður – jafnvel of hraður. Ég tel í raun að það sé j. Þá fáum við tíma til að byggja betur undir þennan mikilvæga atvinnuveg; þ.e. samfélagslega innviði, bæta umgjörð laga og reglna sem og gæðastýringar innan greinarinnar. Við viljum að gestir okkar upplifi landið okkar á jákvæðan hátt og samfélagið verður að bera gestafjöldann með góðu móti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: