- Advertisement -

Festast auðveldlega í gildru fátæktar

„Öryrkjar búa almennt við mun lakari lífskjör en gengur og gerist meðal þjóðarinnar eins og við þekkjum og því miður er fátækt hlutskipti margra öryrkja. Á því verður að gera bragarbót. Mjög fáir fara af örorkulífeyri aftur til starfa,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki í þingræðu.

„Gegn þessu þarf að vinna markvisst og bæta úr. Þannig má segja að einstaklingar sem fara á örorkulífeyri festist auðveldlega í gildru fátæktar og verri lífsgæða til framtíðar,“ sagði Birgir.

„Virk þátttaka aðila vinnumarkaðarins er nauðsynleg til að skapa öryrkjum raunveruleg tækifæri til atvinnuþátttöku. Innleiða ætti skattafslætti til atvinnurekenda sem uppfylla tiltekinn kvóta varðandi hlutfall starfsmanna með skerta atvinnugetu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: