- Advertisement -

Fimm mannslíf. Af hverju?

Þetta er andverðleikasamfélagið í hnotskurn og að það kosti mannslíf virðist vera aukaatriði.

Þór Saari skrifar:

Það sem er alvarlegt er að á fjórum dögum létust fimm manns vegna þess sem virðist afglöp og vanhæfni í stjórnsýslu. Annars vegar þegar kemur að brunavörnum í Reykjavík sem virðast í molum og mönnun slökkviliðs og sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, en í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru borgarstjórinn í Reykjavík og allir bæjarstjórar á svæðinu og fá vel greitt fyrir. Enginn þeirra er verkfræðingur eða sérfræðingur í brunavörnum eða slökkviliðsstarfi. Þrjú mannslíf þar.

Hins vegar er það Vegagerðin, en forstjóri Vegagerðarinnar er ekki verkfræðingur eða sérfræðingur í vegagerð heldur dýralæknir, ráðin af samgönguráðherra sem er líka dýralæknir. Vegagerðin hefur meðal annars í nokkur skipti reynt að tvöfalda vegi út frá höfuðborgarsvæðinu og milli Hveragerðis og Selfoss en ekki tekist það og getur heldur ekki malbikað vegi. Þetta er andverðleikasamfélagið í hnotskurn og að það kosti mannslíf virðist vera aukaatriði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: