- Advertisement -

Fínt fólk í Vinnuskúrnum

Vinnuskúrinn á laugardaginn var mergjaður, nauðsynlegt fyrir þau sem vilja skilja samningana að hlusta. Fyrst fór Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, yfir síðasta árið í lífi sínu; frá því að hún var starfsmaður á leikskóla í að skrifa undir kjarasamninga í vikunni og allt sem gekk á millitíðinni; átök innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, uppbyggingu baráttu hinna lægstlaunuðu og ekki síst innflytjenda í þeirra röðum, harðvítugar og persónulegar árásir og svo vandann við að sætta sig við samning sem er aðeins áfangi í langri baráttu sem að mestu er óunninn.

Síðan komu þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Indriði Þorláksson, formaður Félags leiðsögumanna og gamalreyndur hagfræðingur, skattasérfræðingur og embættismaður, og við fórum yfir nokkur efnisatriði samningsins; ekki síst aumt framlag ríkisstjórnarinnar, óleystan vanda öryrkja og eftirlaunafólks, ólund hagfræðinga og Seðlabankans, vanda VG gagnvart kröfum háskólamenntaðra og kennara, hópa sem eru hið raunverulega pólitíska bakland flokksins, og margt fleira. Ég mæli með þessum þætti af Vinnuskúrnum, samfélagsumræðu út frá sjónarhóli verkalýðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: