- Advertisement -

Firring forseta Bandaríkjanna


Rósa Björk Brynjólfsdóttir VG, og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, er ekki par hrifin af Trump forseta Bandaríkjanna:

„Þessi ákvörðun um „shock retreat“ eða skjokkerandi brottför herliðs BNA frá landamærum Sýrlands og Tyrklands er eitt dæmið um firringu forseta Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun Trumps er mjög vitlaust á mörgum sviðum, en sýnir að honum er greinilega meira annt um náið samband við umdeilda einræðisherra (þó kosnir séu..) eins og Erdogan – sem er að bjarga sér fyrir horn vegna minnkandi fylgis heima fyrir og ætlar sér að ráðast á Kúrda og „skila“ flóttafólki aftur til Sýrlands – en að tryggja öryggi á afar viðkvæmu svæði. Það er samt tilefni að muna í allri umræðu um gríðarlega hernaðaruppbyggingu hér á Íslandi undanfarið, að hún er drifin áfram af þessari Bandaríkjastjórn sem er leidd af akkúrat þessum forseta sem tekur geðþóttaákvarðanir eins og ekkert sé er varðar öryggi, mannslíf og að tryggja stöðugleika á svæði sem hefur verið sundrað af versta stríði undanfarinna ára í heiminum. Og auðvitað eru börn og fjölskyldur ávallt í mestri hættu eins og nú.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: