- Advertisement -

Fjárhagur Reykjavíkur kominn að þrotum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sparar sig hvergi í gagnrýni á fjárhagsstjórn borgarinnar. 

„…fjárhagur henn­ar er svo gott sem að þrot­um kom­inn,“ skrifar dómsmálaráðherrann í Mogga dagsins.

„Þrátt fyr­ir góðæri síðustu ára hafa skuld­ir borg­ar­inn­ar auk­ist um tæp 85% að nafn­v­irði og eigið fé borg­ar­inn­ar er inn­an við 20%. Aft­ur á móti juk­ust skatt­tekj­ur borg­ar­inn­ar um 48% um­fram verðlag á ár­un­um 2012-2018 enda er út­svar í há­marki og fast­eigna­skatt­ar háir. Ef Reykja­vík­ur­borg væri heim­il­is­bók­hald væri rekst­ur heim­il­is­ins í járn­um og yf­ir­drátt­ur­inn full­nýtt­ur þrátt fyr­ir að heim­il­is­menn hefðu fengið launa­hækk­an­ir síðustu ár. Ekk­ert má út af bera í slíkri stöðu og þegar flest heim­ilis­tæk­in eyðileggj­ast á sama tíma er ekk­ert eft­ir af­lögu. Því miður bend­ir fátt til þess að fjár­hag­ur Reykja­vík­ur­borg­ar batni á næstu árum.“

„Flest af stærri sveit­ar­fé­lög­um lands­ins hafa bætt stöðu sína veru­lega á liðnum árum og það hef­ur rík­is­sjóður einnig gert. Reykja­vík­ur­borg sker sig úr hvað rekst­ur varðar en ósjálf­bær rekst­ur borg­ar­inn­ar hef­ur nei­kvæð áhrif á dag­legt líf borg­ar­búa til lengri tíma. Það kem­ur alltaf að skulda­dög­um og í til­felli borg­ar­inn­ar koma áhrif­in fyrst og fremst fram í verri þjón­ustu við borg­ar­búa. Það er mik­il ábyrgð fólg­in í því að reka sveit­ar­fé­lag enda byggj­ast lífs­gæði íbú­anna á því að vel sé haldið á mál­um,“ skrifar Áslaug Arna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: