- Advertisement -

Fjármagnstekjuskattur lægstur á Íslandi

Helga Vala sagði; „Fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en launatekjur á Íslandi og þarna má ætla að fá megi meira inn í ríkiskassann.“

„Skattprósentan er lægri á Íslandi en annars staðar en um leið eru undanþágur mun færri ef við lítum t.d. til Noregs þar sem skattprósentan er hærri en undanþágur mun meiri og gerður greinarmunur á ólíkum tegundum fjármagnstekna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún átti í orðaskiptum við Helgu Völu Helgadóttur.

Helga Vala sagði: „Fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en launatekjur á Íslandi og þarna má ætla að fá megi meira inn í ríkiskassann. Því vil ég spyrja hæstvirtan forsætisráðherra hvort áform séu uppi um það í ríkisstjórn hennar að leita fjármagns hjá hinum breiðu bökum áður en farið verður í skattlagningu á almenning óháð efnahag og getu í formi vegaskatts.“

„Ég get glatt hana með því að það vill svo til að í þeim ríkisstjórnum sem ég hef setið hefur fjármagnstekjuskatturinn verið hækkaður. Fyrst var það gert 2009–2013 og svo var það aftur gert á síðasta ári. Ég greini því einhverja fylgni þar á milli, sem háttvirtur þingmaður hlýtur að fagna,“ sagði Katrín, og hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hins vegar er full ástæða til að bera saman þau fjármagnstekjuskattskerfi sem við höfum hér á landi og annast staðar á Norðurlöndum, þar sem við höfum farið ólíkar leiðir. Skattprósentan er lægri á Íslandi en annars staðar en um leið eru undanþágur mun færri ef við lítum t.d. til Noregs þar sem skattprósentan er hærri en undanþágur mun meiri og gerður greinarmunur á ólíkum tegundum fjármagnstekna. Ég held að það sé áhugaverð umræða fyrir þingið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: