- Advertisement -

Fjármálaáætlunin byggir á árangursríku stjórnarsamstarfi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum og formaður fjárlaganefndar, sagði þetta í þingræðu.

„Fjármálaáætlun byggir á árangursríku stjórnarsamstarfi sem staðið hefur frá árinu 2017. Á þeim tíma hafa útgjöld til helstu málaflokka velferðar- og menntamála verið stóraukin. Á sama tíma hefur verið ráðist í sókn á sviði nýsköpunar og rannsókna og í fjárfestingar í innviðum samfélagsins sem tryggja framtíðarhagvöxt og samkeppnishæfni íslenskrar þjóðar. Frá árinu 2017 og til loka áætlunarinnar hækka rammasett útgjöld í heildina um 381 milljarð sem er um 45% hækkun. Þessi hækkun endurspeglar áherslur ríkisstjórnarinnar frá upphafi samstarfsins þar sem framlög til heilbrigðisþjónustu, almannatrygginga og nýsköpunarmála hafa kerfisbundið verið aukin, auk þess sem stór fjárfestingarverkefni hafa verið fjármögnuð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: