- Advertisement -

„Fjármálaráðherra fer ekki eftir lögum“

„Staðreyndin er einfaldlega sú að fjármálaráðherra fer ekki eftir lögum um opinber fjármál, eins og hann viðurkenndi með orðum sínum um að ekki væri búið að innleiða alla verkferla vegna laganna. Þeim flokki sem fjármálaráðherra þjónar finnst nefnilega mjög gott að geta gripið til orðanna „ekkert ólöglegt var gert“ og vælir auðvitað þegar bent er á að ekki sé verið að fara eftir lögum,“ sagði Björn Leví Gunnarsson á Alþingi fyrr í dag.

„En ekki er allur skaðinn skeður enn. Nú getur þingið krafist þess enn og aftur að fá þau gögn sem upp á vantar til þess að sé hægt að taka tillit til þeirra í nefndarvinnunni. Ég býst ekki við miklum árangri enda hefur verið spurt um þetta áður án þess að svör hafi borist. Það er líka lögbrot,“ sagði Björn Leví Gunnarsson.

Fyrr í ræðu sinni sagði Börn Leví: „Í umræðum um fjármálaáætlun í gær varð fjármálaráðherra rosalega fúll yfir því að ég var að spyrja hann út í formið og fannst það ekki nægilega praktísk umræða. Það er mjög kaldhæðnislegt miðað við að hann var fjármálaráðherra þegar form laga um opinber fjármál var samþykkt. Fjármálaráðherra hefur kvartað yfir þessu áður og að það þurfi tíma til að innleiða verkferlanna sem lögin kveða á um. En lögin eru eins og þau eru. Allir frestir sem voru byggðir inn í lögin eru útrunnir. Ef það þarf tíma til að innleiða lögin þá á fjármálaráðherra einfaldlega að mæta til þingsins með rökstudda breytingu á lögunum.

Fjármálaráðherra er líka á hálum ís þegar hann gagnrýnir umræðu um formið með þeim rökum að það sé ekki enn búið að innleiða ferla til að fara eftir forminu. Það er einhvers konar hringavitleysa þar á ferð sem ég átta mig ekki alveg á.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: