- Advertisement -

Fjöldi kvartar undan borgarfulltrúum

Er starfsandinn góður, eða er hann vondur?

„Þá er fordæmalaust að stjórnendur um sjötíu einstaklinga, sem starfa hjá borginni, hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna ummæla og hegðunar kjörinna fulltrúa,“ segja borgarráðsfulltrúar meirihlutans í Reykjavík.

Ný könnun var gerð um líðan starfsmanna borgarinnar. Ljóst er að meirihluti og hins vegar minnihlutinn lesa niðurstöðurnar ekki sömu augum.

„Athygli vekur að einelti og áreitni af hálfu samstarfsfólks mælist minna en frá því mælingar hófust árið 2013. Þetta eru ánægjulegar niðurstöður, en jafnframt þvert á það sem fram hefur komið frá borgarstjóra og borgarritara í fjölmiðlum. Þar var fullyrt að „aldrei hefði verið annað eins ástand eins og nú ríkir í Ráðhúsinu“. Könnun borgarinnar sjálfrar sýnir að áreitni og einelti af hálfu samstarfsfólks hafi aldrei verið minni frá upphafi mælinga. Það er gott að fá niðurstöður þessara mælinga sem sýna glögglega að staðan er önnur en haldið var fram,“ segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vigdís Hauksdóttir.

Við þessu brást meirihlutinn: „Ánægjulegt er að sjá hin almennu jákvæðu viðhorf og niðurstöður í þessari könnun meðal starfsfólks. Það er uppskera margra ára markviss starfs í mannauðsmálum. Mikilvægt er að áfram verði stutt við svið og starfseiningar borgarinnar til að gera vel. Óumflýjanlegt er að gera athugasemdir við þann málatilbúnað borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins að túlka þessar jákvæðu niðurstöður þannig að ekki þurfi að bregðast við kvörtunum starfsfólks vegna óásættanlegrar framgöngu einstakra kjörinna fulltrúa minnihluta. Það er beinlínis skylda borgarinnar og í fullu samræmi við mannauðsstefnuna að bregðast við fjölda kvartana jafnvel þótt þær séu á hendur kjörnum fulltrúum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: