- Advertisement -

„Fjölmiðlar eru hundslappir“

Umræðan hefur staðið í um 100 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa talað í um 80 klukkstundir.

Gunnar Bragi Sveinsson var ómyrkur í máli á Alþingi, rétt í þessu, þegar hann sagði fjölmiðla ekki standa sig hvað varðar þriðja orkupakkann, og alls ekki hvað varðar fjórða orkupakkann. Hann sagði fjölmiðla vera hundslappa.

Þeir fjalli helst um hvort nú sé málþór eða ekki málþóf, hvað hver og einn þingmaður talar oft og hversu lengi, en ekkert um það sem málið snýst.

Bergþór Ólason sagði að Ríkissjónvarpið, sem hann sagði hafa milljarða í forgjöf, hafi ekki sinnt skyldu sinni. Hann benti á að orkupakki fjögur hafi verið kynntur fyrir hagsmunaaðilum, en ekki fyrir þinginu. Fjölmiðla geri ekkert til að upplýsa um innihalds fjórða pakkans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gunnar Bragi tók undir með Bergþór og bætti við hvort Ríkissjónvarpið þurfi tvo milljarða í viðbót svo það sinni verkum sínum.

Guðjón Brjánsson sleit fundi laust fyrir klukkan hálf ellefu. Hann sagði að umræðan hafi staðið í um 100 klukkustundir og þar af hafi þingmenn Miðflokksins talað í um áttatíu klukkstundir. Hann tók málið af dagskrá.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: