- Advertisement -

Fjölmörg mál sem sitja föst vegna málþófsins

Dagur B. Eggertsson skrifaði:

Þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu málþófi sínu áfram, að þessu sinni til klukkan hálf fimm í nótt. Á meðan eru fjölmörg mál sem bíða eftir samþykki Alþingis og vandi vegna þessa vex með degi hverjum. Ég stakk niður penna þetta. Tvö dæmi birtust skýrt í fréttum á mánudaginn var. Annars vegar úr Grindavík þar sem fólk og fyrirtæki bíða eftir afgreiðslu Alþingis á frumvörpum varðandi úrræði fyrir Grindvíkinga sem bíða vegna veiðigjaldamálþófs. Og hins vegar yfirmaður Vegagerðarinnar sem getur ekki farið í útboð til styrkingar vega á Vesturlandi vegna veiðigjaldamálþófs. Og listinn er því miður miklu lengri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: