- Advertisement -

Fleiria en Klausturmálið draga Alþingi niður

„…skatta­skjóls­skýrsl­an sem Bjarni stakk ofan í skúffu og fjölda­mörg önn­ur mál…“

„Það eru ekki bara þau orð sem féllu á barn­um hérna við hliðina sem draga þingið niður í svaðið. Það er líka lands­rétt­ar­málið, skatta­skjóls­skýrsl­an sem Bjarni stakk ofan í skúffu og fjölda­mörg önn­ur mál sem velkj­ast um án þess að nokk­ur sæti ábyrgð. Það er ein­kenni þess­ara mála að þau eru þvæld fram og til baka, sett í nefnd og beðið eft­ir að þau gleym­ist. Mál­in gleym­ast hins veg­ar aldrei al­veg. Alþingi sem stofn­un og tákn lýðræðis verður fyr­ir orðstírsskaða því að þessi mál eru aldrei kláruð á full­nægj­andi máta,“ skrifar Björn Leví Pírati í Mogga dagsins.

„Skoðanir nokk­urra þing­manna op­in­beruðust á Klaustri. Í staðinn fyr­ir að viður­kenna, af­saka og axla ábyrgð þá var reynt að þvæla málið. Eng­in af­sök­un­ar­beiðni, bara lang­ur listi af blóra­böggl­um, stóla­hljóðum og út­úr­snún­ing­um. Það er ætl­ast til þess að þing­menn starfi með fólki sem sýndi, sam­kvæmt skil­grein­ing­um sér­fræðinga, and­legt of­beldi gagn­vart sam­starfs­fólki sínu. Það er ætl­ast til sam­starfs án þess að því fylgi snef­ill af af­sök­un, eft­ir­sjá eða ábyrgð,“ skrifar hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: