- Advertisement -

Flest fjölmiðlafólk er ofurselt auðvaldinu

Ég vil senda blaðamönnum baráttukveðjur og vona að þeir nái sem bestum árangri!

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Áður fyrr höfðu þeir sem störfuðu við fjölmiðla sterka stöðu í samfélaginu og í kjarabaráttu. Nú er flest fjölmiðlafólk ofurselt auðvaldinu og á lúsalaunum. Hagræðingarkrafa auðmanna sem eiga stærstu fjölmiðlana hefur verið svo svakaleg að álagið á starfsfólkið hefur aukist ár frá ári og því pískað áfram. Og nú þegar blaðamenn berjast í bökkum fyrir bættum kjörum fá þeir á sig uppsagnir! Sem sagt ef þú vogar þér að berjast fyrir betri kjörum þá getur þú tekið pokann þinn.
Auðvitað er best fyrir auðvaldið að þrengja svo að fjölmiðlum að þeir nái ekki að sinna því hlutverki sínu að vera fjórða valdið og veita aðhald í samfélaginu. Hinir ríku hafa keypt sér stærstu fjölmiðlana til að stjórna því hvað er sagt og hvað er ekki sagt! Og þó RUV eigi einstaka góða spretti í aðhaldshlutverkinu þá er það og verður aldrei annað en málpípa stjórnvalda sem skipa æðstu stjórn RUV.
Ég vil senda blaðamönnum baráttukveðjur og vona að þeir nái sem bestum árangri!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: