- Advertisement -

Flokkakerfið er á undanhaldi

„Þessi saga öll er lærdómsrík fyrir þá, sem vilja að Ísland leiti sér skjóls í Brussel. Og þótt orkupakki 3 sé ekki sambærilegt mál við BREXIT blikka aðvörunarljósin í sambandi við það flokkakerfi, sem hefur verið ríkjandi í bráðum 100 ár hér á Íslandi en hefur sýnt augljós hnignunarmerki á seinni árum,“ þannig endar grein sem Styrmir Gunnarsson skrifar á vef sinn, styrmir.is

Hlusta ber þegar Styrmir talar. Þetta er hverju orði sannara. Nú eru átta flokkar á Alþingi og mesti valdaflokkur liðinna áratuga er nú ekki svipur hjá sjón.

Styrmir var að skrifa um bresk stjórnmál og leitaði heim í lok greinarinnar.

Annars eru skrif hans þessi:

Nú er Íhaldsflokkurinn sundurtættur eftir samningaviðræður Theresu May við Brussel um útgöngu Breta.

„Það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi lifi BREXIT-hrakfarir flokksins af. Í eina tíð voru sá flokkur og Frjálslyndi flokkurinn þeir tveir stjórnmálaflokkar, sem máli skiptu í Bretlandi og þá er vísað til 19. og 20. aldar. Hnignunarskeið Frjálslynda flokksins hófst hins vegar fyrir um 100 árum eða upp úr 1920 og hann endaði sem smáflokkur, sem enn er til en skiptir nánast engu máli, þótt hann hafi átt stutta aðild að ríkisstjórn fyrir nokkrum árum. Þá hafði hann reyndar sameinast öðrum smáflokki.

Nú er Íhaldsflokkurinn sundurtættur eftir samningaviðræður Theresu May við Brussel um útgöngu Breta. Þar á djúpríkið í  Brussel sinn hlut að máli. Það spilaði á mótsagnir innan Íhaldsflokksins og áreiðanlega í samvinnu við hluta embættismannakerfisins í London.

Þessi saga öll er lærdómsrík fyrir þá, sem vilja að Ísland leiti sér skjóls í Brussel. Og þótt orkupakki 3 sé ekki sambærilegt mál við BREXIT blikka aðvörunarljósin í sambandi við það flokkakerfi, sem hefur verið ríkjandi í bráðum 100 ár hér á Íslandi en hefur sýnt augljós hnignunarmerki á seinni árum.

Þessi saga öll er lærdómsrík fyrir þá, sem vilja að Ísland leiti sér skjóls í Brussel. Og þótt orkupakki 3 sé ekki sambærilegt mál við BREXIT blikka aðvörunarljósin í sambandi við það flokkakerfi, sem hefur verið ríkjandi í bráðum 100 ár hér á Íslandi en hefur sýnt augljós hnignunarmerki á seinni árum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: