- Advertisement -

Flokkarnir hættir í stjórnmálum?

Eru þeir þá fyrst og fremst orðnir ein­hvers kon­ar hags­muna­tæki…

Sem svo oft áður hittir Styrmir Gunnarsson naglann og höfuðið í vikulegri grein sinni í Morgunblaðinu. Hér eru valdir hlutar greinarinnar.

„Sú var tíðin að stjórn­mála­flokk­ar voru aðal­vett­vang­ur stjórn­má­laum­ræðna í land­inu. Á reglu­leg­um fund­um þeirra voru höfuðmál stjórn­mál­anna rædd fram og aft­ur. Fjöl­miðlar þeirra tíma end­ur­spegluðu svo þær umræður, hver með sín­um hætti. Í dag er þetta með allt öðrum hætti. Það er lítið um fundi í flokk­um.“

Þetta er hárrétt. Sú var tíðin að orð ráðafólks voru fréttir. Þá var talað um stjórnmál. En ekki nú. Hið minnsta sjaldan.

„Nú standa yfir harðar kjara­deil­ur, sem eru í raun miklu meira en kjara­deil­ur. Þær snú­ast öðrum þræði um þann veru­leika að þróun sam­fé­lags okk­ar stend­ur nú á kross­göt­um. Verður þeirri þróun, að í sam­fé­lag­inu skuli búa tvær þjóðir, hnekkt eða fær hún að halda áfram?“

„Nú standa yfir harðar kjara­deil­ur, sem eru í raun miklu meira en kjara­deil­ur. Þær snú­ast öðrum þræði um þann veru­leika að þróun sam­fé­lags okk­ar stend­ur nú á kross­göt­um. Verður þeirri þróun, að í sam­fé­lag­inu skuli búa tvær þjóðir, hnekkt eða fær hún að halda áfram?“

Þetta er hárrétt. Tekst nýju og kjörkuðu fólki að stöðva þá miklu mismunun sem hér er.

„En það eru hóp­ar í sam­fé­lag­inu að berj­ast fyr­ir fleiru en því sem hér hef­ur verið nefnt og heyja þá bar­áttu líka utan flokk­anna. Þar er t.d. á ferð fólk sem safn­ast hef­ur sam­an í Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu og tel­ur að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins séu for­senda raun­veru­legra sam­fé­lags­breyt­inga. Að hluta til er það rétt. Það skipt­ir máli að sam­eign þjóðar­inn­ar á auðlind­um – og þá er ekki bara átt við fiski­miðin, held­ur líka orku­lind­ir (að sjálf­sögðu utan þeirra sem eru fyr­ir í einka­eigu vegna eign­ar­halds á jörðum) og hin ósnortnu víðerni lands­ins, sem eru í raun und­ir­staða ferðaþjón­ust­unn­ar sem einn­ar höfuðat­vinnu­grein­ar lands­manna – verði bund­in í stjórn­ar­skrá.

Mál­efni af þessu tagi og önn­ur slík grund­vall­ar­mál sem varða þjóðar­hag eru yf­ir­leitt ekki til umræðu á vett­vangi stjórn­mála­flokk­anna. Og þá vakn­ar sú spurn­ing hvort eng­inn þeirra hafi áttað sig á því, að um leið og það ger­ist að umræður um slík mál fær­ist út fyr­ir flokk­anna kem­ur að því að spurt verður hvaða hlut­verki þeir gegni þá í raun. Eru þeir þá fyrst og fremst orðnir ein­hvers kon­ar hags­muna­tæki þeirra sem eru virk­ir í stjórn­mála­starfi á þingi og í sveit­ar­stjórn­um í stað þess að vera lif­andi og frjór vett­vang­ur þjóðfé­lagsum­ræðna?

Get­ur verið að í slíkri þróun megi sjá fyrstu merki dauðat­eygja stjórn­mála­flokka eins og við þekkj­um þá?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: