- Advertisement -

Flokkarnir ríghalda í sukkið og svínaríið

Trump forseti verði ákærður, dæmdur og settur inn.

Þorvaldur Gylfason skrifaði aldeilis fína grein á Facebook.

Þorvaldur Gylfason.

„Nú er hún tekin að skýrast í huga mínum myndin af Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Margt bendir nú til þess, m.a. margar skoðanakannanir, að Trump forseti muni lúta í lægra haldi fyrir frambjóðanda demókrata hver sem hann eða hún verður (og verði síðan ákærður, dæmdur og settur inn). Ég hef alltaf verið þessarar skoðunar þótt mér hafi ekki þótt tímabært að segja það upphátt fyrr en nú. Þessi skoðun mín hvílir á staðfastri trú á bandarískt stjórnarfar með skilvirkri þrískiptingu valds, öflugum fjölmiðlum og jafnræði borgaranna fyrir rétti.

Hvorki skilvirkri þrískiptingu valds né jafnræði fyrir rétti er til að dreifa á Íslandi. Hér skilur milli feigs og ófeigs. Nær allir flokkar á Alþingi, bankarnir og stórfyrirtækin ríghalda í sukkið og svínaríið sem setti landið á hliðina 2008. Þau hafa að því er virðist ekkert lært og engu gleymt. Að því hlýtur að koma að fólkið í landinu taki sér tak og setji þeim stólinn fyrir dyrnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: