- Advertisement -

Flugrákir: „… og veröldin var sungin fram.“

Menning Flugrákir eru nýtt verk eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur sem er unnið fyrir Listahátíð í Reykjavík. Verkið er hugsað sem lokaverk hátíðarinnar en verður flutt á tímabilinu 2.–5. júní þar sem flutningur þess krefst ákveðinna veðurskilyrða.

Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum Guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-ögnin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint. Söngurinn vísar til sönglína frumbyggja Ástralíu sem líta svo á að land sé lifandi og til að halda því á lífi þurfi að „syngja það fram“.

Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en ítarlegar upplýsingar um tíma- og staðsetningu verða birtar síðar.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir vinnur á mörkum leikhúss og myndlistar, og leitar í verkum sínum eftir hinu ljóðræna sem leynist í hversdeginum. Hún tók þátt í Listahátíð á síðasta ári, með nýju útvarpsleikrit sömdu sérstaklega fyrir verkefnið Rýmin & skáldin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: