- Advertisement -

Fólk vantreystir þingræðinu

Vinstri græn­ir munu eiga á bratt­ann að sækja í næstu kosn­ing­um vegna sam­starfs við Sjálf­stæðis­flokk­inn í nú­ver­andi rík­is­stjórn.

Styrmir Gunnarsson.
Átakalín­ur í íslenzkum stjórn­mál­um hafa breytzt.

„Átakalín­ur í íslenzkum stjórn­mál­um hafa breytzt. Afstaða flokka til átaka kalda stríðsins ræður ekki leng­ur för en í þess stað hafa komið mjög ólík viðhorf til þess hversu langt eigi að ganga í sam­skipt­um og sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið.“

Þetta er hluti af grein Styrmis Gunnarssonar í Mogganum í dag. Styrmir fjallar í nokkrum orðum um stöðu einstakra flokka.

Formenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks. Þeir reyna að fiska á sömu miðum.

Sjálfstæðisflokkur/Miðflokkur/Framsóknarflokkur: Sú ákvörðun þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins að standa að samþykkt orkupakka 3 á Alþingi hef­ur opnað Miðflokkn­um leið að sum­um kjós­enda­hóp­um hans og þá ekki sízt meðal eldri kjós­enda. Þetta á við í enn rík­ara mæli gagn­vart Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem í raun er í lífs­hættu vegna þess máls.

Viðreisn: Viðreisn sem er fyrst og fremst klofn­ings­brot úr Sjálf­stæðis­flokkn­um, á í erfiðleik­um með að ná flugi. Senni­lega er ástæða sú að flokkn­um hef­ur ekki tekizt að sýna kjós­end­um fram á hver stefna hans er að öðru leyti en því að flokk­ur­inn vill að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið. Það eitt dug­ar ekki að segj­ast vera „frjáls­lynd“.


…fyrst og fremst hags­muna­hóp­ur vinst­ris­innaðra há­skóla­borg­ara.

Samfylkingin/Flokkur fólksins: Sam­fylk­ing­in virðist eiga við áþekk­an vanda að stríða og Viðreisn. Flokkn­um hef­ur ekki tekizt að sýna fram á hver hann er og stríðir við þann ímynd­ar­vanda að hann sé fyrst og fremst hags­muna­hóp­ur vinst­ris­innaðra há­skóla­borg­ara. Það er liðin tíð að litið sé til þess flokks sem sér­staks mál­svara þeirra sem minna mega sín. Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, er eini þingmaður­inn sem veit­ir þeim þjóðfé­lags­hóp­um rödd á Alþingi. Þetta þýðir að Sam­fylk­ing­in er í til­vist­ar­kreppu eins og m.a. má sjá á af­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar til kjara­samn­inga op­in­berra starfs­manna.

Vinstri græn: Vinstri græn­ir munu eiga á bratt­ann að sækja í næstu kosn­ing­um vegna sam­starfs við Sjálf­stæðis­flokk­inn í nú­ver­andi rík­is­stjórn en kannski er mesta hætt­an fyr­ir VG sú að til verði nýr Græn­ingja­flokk­ur á Íslandi á þeirri for­sendu að VG hafi fórnað of mörg­um stefnu­mál­um sín­um á því sviði í sam­starfi inn­an nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Að auki er orðið mjög erfitt að greina hvar VG stend­ur í af­stöðu til ESB.

Píratar: Pírat­ar verða meira og meira spurn­ing­ar­merki vegna þess hversu erfitt er að festa hend­ur á hver stefna þeirra í mál­efn­um sam­fé­lags­ins raun­veru­lega er.

En jafn­framt má bú­ast við að þróun lýðræðis­ins á Íslandi verði mjög til umræðu. Með auk­inni upp­lýs­ingu hafa kröf­ur fólks um lýðræðis­lega málsmeðferð og gagn­sæi í ákvörðunum kjör­inna full­trúa aukizt mjög. En um leið er nokkuð ljóst að hinir kjörnu full­trú­ar hverju sinni eiga erfitt með að skilja þær kröf­ur eða skynja. Orkupakka­málið er mjög skýrt dæmi um það. Og ferðir ein­stakra hópa til for­seta Íslands með ósk­um um að hann hlut­ist til um aðkomu al­menn­ings að slík­um ákvörðunum eru ein birt­ing­ar­mynd um kröfu­gerð al­mennra borg­ara um slíkt. Um leið má kannski segja að fólk vantreysti þing­ræðinu meira en áður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: