- Advertisement -

Fölsuð fundargerð borgarstjórnar?

Vigdís Hauksdóttir hefur sent eftirfarandi póst til forseta borgarstjórnar og forsætisnefndar:

„Á oddvitafundi sem var að ljúka var það viðurkennt að bætt var inn í fundargerð borgarstjórnar frá 2. apríl sl. eftir að forseti borgarstjórnar og fundarritarar höfðu samlesið fundargerðina og ritað nafn sitt undir að hún væri rétt.

Hér er um skýrt skjalafals að ræða sem líta verður mjög alvarlegum augum, og er það ekki í fyrsta sinn sem fundargerð er breytt eftir að forseti og fundarritarar kvitta undir með undirskrift sinni. 
Ég óska eftir rafrænu afriti af fundargerðinni eins og hún var undirrituð af Dóru Björt Guðjónsdóttur, Vigdísi Hauksdóttur og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur.

Þetta mál þarfnast ítarlegrar yfirferðar þar sem Reykjavíkurborg er stjórnvald og ber að fara að sveitarstjórnarlögum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: