- Advertisement -

Forstjórinn lítt hrifin af ríkisafskiptum

„Fréttakona spyr forstjóra Icelandair hvernig honum hugnist að ríkið verði hluthafi í Icelandair,“ skrifar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.

„Forstjórinn svarar að hann hafi nú aldrei verið hrifinn af ríkisafskiptum – Icelandair sé að horfa á aðra leið; ákveðna markaðslausn. Gott og vel en nú er ríkisstjórnin að boða óskilyrta 7 milljarða aðstoð fyrir þetta fyrirtæki sem er með 14 milljarða markaðsvirði. Og ég geri ég ekki ráð fyrir að forstjórinn hafni þeim ríkisafskiptum.

Því spyr ég: Er það endilega eðlilegt og sjálfsagt að ríkið verji um 7 milljörðum af skattfé almennings til að vernda hlutafé eigenda þessa þjóðhagslega mikilvæga félags, án þess að fá eignarhlut á móti, þannig að fjármunirnir skili sér til baka á einhverjum tímapunkti,“ skrifar Logi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: