- Advertisement -

„Fráleit framsetning“ borgarstjórans

Gunnar Smári skrifar:

Dagur B. nær því ekki að starfsfólkið hans er fátækasta fólkið á Íslandi, að launin sem hann greiðir starfsfólki sínu er undir því sem lægst launaða fólkið á almennum vinnumarkaði fær.

Ef hann ætlar að eiga í friðsamlegum samskiptum við starfsfólkið verður hann að lyfta því upp um launaflokka, fallast á það sem Efling kallar leiðréttingu. Þótt verkalýðsfélög hafi kyngt því síðasta vor að ekki yrði lengra farið á almennum vinnumarkaði, þá eru þær hækkanir of lágar fyrir lægst launaða fólkið hjá Reykjavíkurborg.

Að halda því fram að í vor hafi verið samið fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar er „fráleit framsetning“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: