Framsókn vill að Norðmenn geti aðeins átt fjórðung í sjókvíaeldinu við Ísland
„Með því að takmarka erlenda eignaraðild við 25% er dregið úr hættu á að arðurinn af mikilvægri auðlind falli í hendur erlendra fjárfesta…“
Þingflokkur Framsóknar.
Alþingi Þingflokkur Framsóknar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um aðkomu erlendra aðila í sjókvíaeldi við Ísland:
„Alþingi ályktar að fela atvinnuvegaráðherra að leggja fram frumvarp til laga sem takmarkar eignarhald erlendra aðila á fyrirtækjum sem hafa rekstrarleyfi til laxeldis í sjó (sjókvíaeldi) við strendur Íslands þannig að það verði að hámarki 25%.“
Við undirbúning lagasetningarinnar verði m.a. tekið mið af löggjöf í Færeyjum þar sem sambærilegar takmarkanir eru í gildi. Sérstök áhersla verði lögð á að tryggja að lagasetningin sé í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart alþjóðlegum samningum og EES-regluverki.
Ráðherra leggi fram frumvarp í samræmi við ályktun þessa svo fljótt sem verða má.“
Í greinagerðinni segir:
Með því verði stuðlað að…
„Laxeldi í sjó hefur vaxið hratt á Íslandi undanfarin ár og er nú orðin ein mikilvægasta útflutningsatvinnugreinin hér á landi og burðarás í atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. Að mati flutningsmanna þarf að þrengja að eignarhaldi erlendra aðila í þessari atvinnugrein sem nýtir sjávarauðlindir landsins. Til margra ára hafa verið takmörk á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. Þau takmörk eru byggð á þeirri hugsun að auðlindir landsins eigi að vera undir stjórn innlendra aðila. Engin rök standa til annars en að sömu sjónarmið eigi við um sjókvíaeldi á laxi við strendur Íslands.
Efnahagslegir hagsmunir Íslendinga krefjast þess að laxeldi sé háð ábyrgri stjórnun og eftirliti þannig að íslenskar auðlindir nýtist þjóðinni sem best og fjárhagslegur ávinningur greinarinnar verði notaður til að efla íslenskt samfélag og atvinnulíf og styrkja hinar dreifðu byggðir landsins. Með því að takmarka erlenda eignaraðild við 25% er dregið úr hættu á að arðurinn af mikilvægri auðlind falli í hendur erlendra fjárfesta sem gætu haft aðrar forsendur en langtímahagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Sjónarmið um umhverfisvernd og sjálfbærni skipta hér einnig máli.
Efnahagslegir hagsmunir Íslendinga krefjast þess að laxeldi sé háð ábyrgri stjórnun og eftirliti þannig að íslenskar auðlindir nýtist þjóðinni sem best og fjárhagslegur ávinningur greinarinnar verði notaður til að efla íslenskt samfélag og atvinnulíf og styrkja hinar dreifðu byggðir landsins. Með því að takmarka erlenda eignaraðild við 25% er dregið úr hættu á að arðurinn af mikilvægri auðlind falli í hendur erlendra fjárfesta sem gætu haft aðrar forsendur en langtímahagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Sjónarmið um umhverfisvernd og sjálfbærni skipta hér einnig máli.
Í dag er staðan sú að stór hluti þeirra fyrirtækja sem stunda þessa starfsemi við Íslandsstrendur er í eigu erlendra aðila, einkum Norðmanna. Ljóst er að við lagasetninguna þarf að huga að hagsmunum þessara aðila svo að þeim verði gefið hæfilegt svigrúm til að minnka eignarhlut sinn í þessum fyrirtækjum yfir ákveðið árabil þannig að samrýmist væntanlegum takmörkunum. Að mati flutningsmanna væru fimm ár eðlilegur tími í því samhengi.
Markmið lagasetningarinnar verði að tryggja að laxeldi í sjó á og við Ísland verði fyrst og fremst í eigu og undir stjórn íslenskra aðila. Með því verði stuðlað að sjálfbærri nýtingu auðlinda, vernd lífríkis og efnahagslegu sjálfstæði landsins.“