- Advertisement -

Framsókn vill ekki selja Landsbankann

Alþingi „Í ljósi þess sem við gengum í gegnum síðastliðið sumar, eftir sölu 22,5% eignarhlutar Íslandsbanka, var afstaða ríkisstjórnarinnar áréttuð hvað það varðar að eignarhald yrði óbreytt í Landsbankanum,“ sagði Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokki á Alþingi.

„Á meðan svo er er að mínu mati mikilvægt að leggja áherslu á það að við erum með stjórnendur bankans. Við erum með bankaráð sem er í daglegum rekstri bankans. Það er ljóst að þeir stjórnendur hafa í þessu tilfelli metið þetta sem skynsamlega ráðstöfun, væntanlega til að tryggja einhvers konar hagræðingu eða samkeppnishæfi bankans á markaði. En að sjálfsögðu, og ég ítreka það, er það afar óheppilegt, svo vægt sé til orða tekið, að eigendur hafi ekki verið upplýstir um þessi áform með afgerandi hætti,“ sagði Ágúst Bjarni.

„Að lokum vil ég árétta að það er stefna míns flokks að selja ekki eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og það er alveg skýrt og sú stefna er óbreytt. Þá tel ég einnig í þessu máli mikilvægt að fá mynd af því hvernig samskipti hafi verið á milli bankaráðs Landsbankans og Bankasýslunnar síðustu mánuði og ár. Þá tel ég, áður en lengra er haldið, að það sé jafnframt mikilvægt að móta skýra eigendastefnu fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Slíkt gæti, virðulegur forseti, komið í veg fyrir mál sem þessi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: