„Við í Framsókn boðum raunsæja, víðsýna, ábyrga utanríkisstefnu sem sameinar frið, jafnrétti og traust bandalagssamstarf og við erum tilbúin að vinna með núverandi stjórnvöldum að því. Okkur finnst skipta máli að í þessum sal tölum við sem mestu einni röddu, líka í þeim skilaboðum sem við erum að senda til bandamanna okkar en ekki síður til þeirra sem ógna okkur. Með því að horfast í augu við nýja veruleikann, stilla okkur saman við Norðurlöndin og efla varnargetu bandalagsins þá tryggjum við að íslenskt fullveldi standi sterkt, ekki aðeins í orði heldur líka í verki,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar á Alþingi í vikunni sem leið.
Hér er unnt að lesa alla ræðu formanns Framsóknar.