- Advertisement -

Frístundakortið er ekki fyrir fólkið – heldur fyrir fyrirtækin

Frístundakortið dugar ekki fyrir frístundaiðkun.

Gunnar Smári skrifar:

Sjálfsagt að skoða þetta út frá menningarlegum bakgrunn en jafn mikilvægt að skoða málin út frá stéttum; það fer saman í hverfum fjöldi innflytjenda og fjöldi fjölskylda sem lifa af lægstu tekjum. Frístundarkortið er nýfrjálshyggjuhugmynd, að breyta því sem áður var samfélagsleg þjónusta yfir í markað.

Menntamálaráðherra Trump, Betsy DeVos, stefnir að því að láta svona ávísanakerfi yfirtaka allt skólastarf. Frístundakortið er því ekki stuðningur við fjölskyldur, fátækari fjölskyldur væru betur settar ef borgin styrkti tómstundir, tónlistarskóla, íþróttastarf o.s.frv. beint og ef litið væri á þetta starf sem hluta af uppeldis- og menntunarkerfinu en það væri ekki fært yfir á samkeppnismarkað.

Frístundakortið er búið til fyrir fólk sem vill byggja upp fyrirtæki á þessum markaði, ekki fyrir börnin. Þessi niðurstaða, að kortið sé minnst notað í hverfum þar sem líklegra er að fátækar fjölskyldur búa, sýnir að frístundakortið dugar ekki fyrir frístundaiðkun; ekki einu sinni fyrir öllum þátttökugjöldum og svo sendur út af kostnaður vegna búninga, ferða og alls konar. Það er vandamálið við þetta kerfi, miklu fremur en framboðið (sem nýfrjálshyggjunöttarar eins og Pawel trúa að kerfið tryggi einmitt).


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: