- Advertisement -

Frístundakortin gildi ekki í sund

Svarið veldur mér vonbrigðum.

Þvert nei voru viðbrögð borgarinnar við tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur um að frístundakortin veittu aðild að sundstöðum borgarinnar.

„Svarið sem finna má í umsögn eru vonbrigði,“ segir Kolbrún. Og vitnar þar til umsagnar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

„Í fyrsta lagi er verið að snúa út úr með því að tala um að þá ætti kortið allt eins að gilda á leiksýningar og bíó. Hér er verið að tala um sundstaði. Að fara í sund fyrir okkur Íslendinga hefur ávallt verið talið mjög jákvætt, sambland af hreyfingu, útivist og vissulega skemmtun. Talað er um að ekki sé tímabært að taka svona skref án frekari umræðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Meirihlutinn: Eigi hins vegar að nýta kortið til að greiða staka afþreyingu yrði rökrétt skref að slíkt myndi ekki einskorðast við niðurgreidda sundstaði á vegum borgarinnar.

Kolbrún bendir á að með þessari tillögu sé hún að hefja þá umræðu og óski eftir að hún verði ekki bara tekin heldur tekin áfram.

„Nýting kortsins til kaupa á sundkorti er tillaga sem á fullan rétt á sér og ætti menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hiklaust að skoða hana aftur.“

Að venju er meirihlutinn á móti því sem frá minnihlutanum kemur.

„Með hliðsjón af markmiðum frístundakortsins hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð ekki mælt með því að reglunum um notkun kortsins verði breytt þannig að hægt verði nýta það til að kaupa niðurgreidd sundkort fyrir börn. Undir þessi sjónarmið taka borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata og leggja sömuleiðis áherslu á, eins og menningar-, íþrótta- og tómstundaráð að frístundakortið eigi að ná til eins fjölbreyttrar gerðar skipulagðrar frístundastarfsemi og kostur er og eru opnir fyrir ábendingum um leiðir til að tryggja að svo verði. Eigi hins vegar að nýta kortið til að greiða staka afþreyingu yrði rökrétt skref að slíkt myndi ekki einskorðast við niðurgreidda sundstaði á vegum borgarinnar, heldur myndi gilda einnig um miða á skíðasvæði, söfn, leiksýningar, bíó og svo framvegis. Ekki er talið tímabært að stíga þau skref að svo stöddu, án frekari umræðu um markmið og hlutverk frístundakortsins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: