- Advertisement -

Frjálshyggjutíminn að renna sitt skeið – Sósíalisminn er vaknaður til lífsins

Það eru vís­bend­ing­ar um að sósí­al­ism­inn sé að vakna til lífs­ins á ný.

Styrmir Gunnarsson er að venju með góða grein í laugardagsmogganum. Nú fjallar hann um ungt fólk, Sjálfstæðisflokkinn og Vöku í Háskóla Íslands, en félagið hefur löngum verið spyrt við Sjálfstæðisflokkinn, með réttu eða röngu.

Í grein Styrmis segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar stefnu­skrá Vöku vegna kosn­inga til stúd­entaráðs, sem fram fóru fyrr í þess­ari viku, er les­in, vakn­ar sú spurn­ing hvort Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn geti eitt­hvað af henni lært í viðleitni til þess að end­ur­heimta sitt fyrra kjós­enda­fylgi. Að und­an­förnu hef­ur Sjálf­stæðis­fé­lag Kópa­vogs efnt til fund­ar á hverj­um laug­ar­dags­morgni í til­efni af 90 ára af­mæli flokks­ins í vor, þar sem staða flokks­ins er til umræðu. Það fram­tak er til fyr­ir­mynd­ar og jafn­framt til marks um að til eru trúnaðar­menn í Sjálf­stæðis­flokkn­um sem telja að leiðin til þess að end­ur­heimta fyrri styrk sé ekki að þegja um nú­ver­andi stöðu. Og raun­ar má velta því fyr­ir sér við lest­ur á stefnu­skrá Vöku hvort frjáls­hyggju­skeiði síðustu fjög­urra ára­tuga sé að ljúka,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.

„En þegar velt er vöng­um yfir því hvað unga Ísland sé að hugsa koma fleiri við sögu en Vöku­menn og framtíðarsveit Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það eru vís­bend­ing­ar um að sósí­al­ism­inn sé að vakna til lífs­ins á ný og þá ekki sízt meðal yngra fólks, sem lít­ur svo á, að það séu eng­in tengsl á milli Sov­ét­ríkj­anna og hug­mynda­fræði sósí­al­ism­ans,“ skrifar Styrmir og endar á þessari setningu:

„Kannski er meira um að vera hjá unga Íslandi en gamla Ísland átt­ar sig á.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: