- Advertisement -

Fullreynt með Sjálfstæðisflokkinn og dómsmálin

Margrét Tryggvadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði:

Ég var alveg til í að gefa Áslaugu Örnu séns en nú held ég að það sé fullreynt með Sjálfstæðisflokkinn og dómsmálaráðuneytið. Í fyrsta lagi er ekkert heilbrigt við það að sami flokkurinn ráði dómskerfinu áratugum saman – alveg óháð því hvort Áslaug valdi djobbinu eða ekki. Í öðru lagi eru þau öll svo meðvirk með vitleysunni sem fyrri ráðherrar gerðu. Augljóslega þarf að byrja með hreint borð og viðurkenna allar þær sorglegu misgjörðir sem fyrri ráðherrar hafa staðið fyrir í stað þess að verja þær fram í rauðan dauðann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: