- Advertisement -

Galin ryksuga í Efstaleiti

Núna er mars 2019 og Ríkisútvarpið hefur enn ekki farið að lögum.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er í viðtali í Fréttablaðinu. Í sama viðtali er einnig rætt við Hönnu Katrínu Friðriksson Viðreisn og Kolbein Árnason Proppé. Þau eiga það sameiginlegt að hafa starfað sem blaðamenn.

Heimildir herma að innan raða þingmanna Sjálfstæðisflokksins sé vilji til að setja Ríkisútvarpinu skorður. Þannig að Rúv megi aðeins selja auglýsingar fyrir 1,4 milljarð á ári, sem er helmingur þess sem nú er.

Í viðtalinu talar Óli Björn um Ríkisútvarpið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það veldur mér áhyggjum að samkvæmt lögum þá ber þeim að haga samkeppnisrekstri sínum með ákveðnum hætti. Þeir fengu aðlögunartíma en áttu frá og með 1. janúar 2018, að hafa samkeppnisreksturinn, m.a. auglýsingasöluna, inni í sjálfstæðu dótturfélagi. Núna er mars 2019 og Ríkisútvarpið hefur enn ekki farið að lögum. Mér finnst það alvarlegt, þegar áhrifamikil ríkisstofnun, í þessu tilfelli fjölmiðill sem er áhrifameiri en flestir aðrir, telur sig geta hagað málum með þeim hætti að hún þurfi ekki að fara að lögum sem um hana gilda. Þetta skiptir máli, því þetta hefur áhrif á reksturinn. Og í krafti þessarar yfirburðarstöðu sem Ríkisútvarpið hefur, þá gengur stofnunin þannig fram að hún ryksugar upp auglýsingamarkaðinn á kostnað einkareknu miðlanna. Þið sáuð þetta í kringum heimsmeistaramótið í fótbolta,“ útskýrir Óli Björn og vísar til þess þegar auglýsingapakkar RÚV í kringum HM í knattspyrnu í fyrra bundu auglýsingafé fyrirtækja í landinu langt fram eftir hausti,“ segir í Fr

Óli Björn heldur áfram. „Þetta kemur líka niður á litlu staðbundnu miðlunum. Ef þú ert svo óheppinn að viðkomandi sveitarfélag kemst í úrslit í Útsvari, þá kemur auglýsingadeild ríkisins og straujar upp þessar fáu krónur sem eru inni í því samfélagi til auglýsinga. Þetta er galið!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: