- Advertisement -

Gera meira, blaðra minna

Menning Í Deiglunni á Akureyri var fyrir stundu opnuð sýningin „Gera meira, blaðra minna!“. Það er tvíeykið GÓMS, sem þeir skipa Georg Óskar og Margeir Dire og sem hafa bundist sjónrænum böndum í einlægu bræðralagi og hér birtast dreggjar karlmennskunnar á sinn fegursta hátt, sem sanda að sýningunni. Í verkum tvíeykisins má glögglega sjá að allar hugmyndir hafa ákveðið vægi og hlaðast saman á einum myndfleti sem endurspeglar andrúmsloft og undirliggjandi samhengi hlutanna. Útkoman er aðferðafræði sem kallast „absorbism“ eða „óbeislað hugmyndaflæði“. Á sýningunni renna tveir hugarheimar saman í einn undir einkunnarorðunum „Gera meira, blaðra minna!“

Sýningin stendur til 31. ágúst og er aðgangur ókeypis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: