- Advertisement -

Getur Alþingi ógilt vilja þjóðarinnar?

Hluti stjórnlagaráðs. Stjórnmálin ákváðu að hafa vinnu þess að engu.

 „Það eru sjö ár liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og síðan þá hafa 25.000–30.000 manns bæst á kjörskrá á Íslandi og eru farnir að taka þátt í stjórnmálalífinu. Þegar við hófum þessa heildarendurskoðun á nýjan leik í byrjun kjörtímabils með þátttöku allra flokka á Alþingi voru allir sammála um að mikilvægt væri að virkja almenning til samráðs,“ sagði forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag.

Má skilja að með því að virða vilja þjóðarinnar að vettugi hafi hann orðið ógildur. Stjórnmálamenn dagsins í dag hafa greinileg sammælst um að taka málin í sínar hendur. Katrín sagði einnig, á Alþingi í dag:

„Það var niðurstaða okkar sem höfum setið við þetta borð, og verið í þessu samtali um heildarendurskoðun á stjórnarskrá á þessu kjörtímabili, að mjög mikilvægt væri að virkja almenning í það. Ég veit ekki betur en um það höfum við öll verið sammála sem höfum setið við þetta borð. Það var lagt fram á upphaflegu minnisblaði, sem lagt var fyrir alla formenn stjórnmálaflokka á Alþingi, að þessar aðferðir yrðu skoðaðar. Það var lagt fram við upphaf kjörtímabilsins, í byrjun árs 2018. Í byrjun árs 2019 var lagt til að ráðist yrði í þá viðhorfskönnun til stjórnarskrárinnar sem ráðist var í og í kjölfarið yrði þessi rökræðufundur haldinn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: