- Advertisement -

Getur Alþingi veitt ráðherrum nægt aðhald?

Það er bara langt frá því.

„Það er enginn skortur á tækifærum fyrir Alþingi til að veita Stjórnarráðinu aðhald, einstökum ráðherrum eða ríkisstjórninni, í nefndum, hér í þingsal. Hér er verið að nefna tvö dæmi, annars vegar dæmi um friðlýsingu þar sem ýmislegt er fullyrt án þess að það hafi verið mikið rætt eða skoðað. Ég held að það væri betra að þroska umræðuna aðeins meira áður en menn fara að draga stórar ályktanir,“ sagði Bjarni Benediktsson daginn sem Alþingi kom loks saman 7. desember.

„Hins vegar er því haldið fram að ráðherrar hafi frjálsar hendur um að dreifa peningum um samfélagið, eins og háttvirtur þingmaður nefndi hér áðan og algjörlega skautað fram hjá því að það er Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið. Ráðherrar gera ekki annað en að ráðstafa fjárheimildum sem Alþingi hefur afhent þeim. Ráðherrar hafa ekki frjálsar hendur um meðferð fjármuna á fjárlögum. Það er bara langt frá því. Þeir sækja þær í lög, þær heimildir sem eru til staðar. Ég held því að Samfylkingin þurfi að leita eitthvert annað en í þessa skýringu til að gera upp við niðurstöðu kosninganna,“ sagði hann.

„Ég vildi aðeins koma hérna upp í framhaldi af orðum hæstvirts fjármálaráðherra þar sem hann talar um að þingið hafi næg tækifæri til að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Það er bara ekki rétt,“ sagði Sigmar Guðmundsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það skortir því mikið upp á…

„Hér var boðað til kosninga. Við fórum síðan í sumarfrí og svo kom þingið ekki saman fyrr en eftir dúk og disk. Þetta voru fleiri mánuðir þar sem þingið hafði einmitt ekki tækifæri til þess að veita eðlilegt aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þess utan hefur verið beðið um skýrslur, var gert hér síðasta vetur, t.d. frá sjávarútvegsráðuneytinu um kvótakerfið og áhrif íslensks kvóta í samfélaginu almennt. Sú skýrsla kom í skötulíki. Það skortir því mikið upp á og er ekki rétt sem kom fram hjá hæstvirtum fjármálaráðherra að þingið hafi öll völd til þess að veita framkvæmdarvaldinu aðhald,“ sagði Sigmar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: